07.jpg
Print
20
Jun

Púströra-skelfir í Nýja Sjálandi

Written by Ingþór.

Anna Gellatly sýnir froðuna í Hondunni sinni

Púströra-skelfir gengur lausum hala í Nýja-Sjálandi en ókunnugur maður stundar þá iðju að stífla púströr á bílum með því að sprauta einangrunnarfroðu inn í þau.

Aðeins eigendur bíla með stór púströr hafa orðið púst-skelfinum að bráð og hafa margir af þeim ekið út í umferðina með stíflað púströr sem getur verið mjög hættulegt.

Í sumum tilvikum hefur skelfirinn skilið eftir miða á rúðuþurkunni með skilaboð um að eigendur bíla með stór og kröftug púströr séu fæðingarhálfvitar og að hann njóti þess að eyðileggja bílana þeirra.

Anna Gellatly er ein af fórnarlömbunum en hún náði að fjarlægja froðuna í burtu áður en einhver skaði var skeður. Hún keypti sér Hondu Civic í bænum Christchurch og segir ekki vera sú týpa sem fýlar stór pústkerfi sem gera mikin hávaða. "Púströrið var einfaldlega svona á bílnum þegar ég keypti hann", segir hún.

Lögreglan leitar enn af púst-skelfinum og segir að hans geta beðið dómur fyrir að skemma almannaeigur.